Englaspil

Englaspilin eru einstaklega jákvæð spil sem gott er að nota fyrir okkur sjálf, hvort sem dregið er eitt spil fyrir daginn eða lagðar lagnir til frekari leiðbeiningar. Spilin eru frábær til að skoða andlega og líkamlega líðan, eins til að skoða sambönd og tengsl við annað fólk. Hægt að nota englaspilin til að spyrja ýmissa spurninga sem hvíla á okkur. Við byrjum á að kynna mismunandi spil og munum svo í litlum hópum nota þrjár mismunandi lagnir til að skoða hvernig hægt er að nota englaspil dags daglega til leiðbeiningar fyrir okkur sjálf.

Þátttakendur mega gjarnan koma með eigin englaspil en við erum með nokkuð úrval af spilum sem hægt er að fá lánuð. Við notum spil sem Doreen Virtue hefur gert. Hægt verður að kaupa spil hjá okkur með íslenskri þýðingu.