Ég er lengi haft áhuga á draumum, man t.d. eftir að hafa dreymt mikið sem barn. Ég hef verið dugleg að hlusta á drauma mína, bæði fengið viðvaranir, eins ef ég hef verið efins um á hvaða leið ég sé bregst mér ekki að ég fæ leiðsögn í draumi.


Ég ræð drauma og ef þú hefur áhuga á að fá mig til að ráða draum fyrir þig sendir þú mér drauminn og gott að setja símanúmerið þitt með. Mér finnst best að ræða um draumaráðninguna við fólk. Ráðning á draum kostar 2.000


Það sem skiptir máli í draumi eru atburaðrrás, nöfn, litir og líðan.


Atburðarás í draumi skiptir miklu máli til að vel sé hægt að lesa úr honum, hvert smáatriði getur skipt máli. Það er því nauðsynlegt að skrifa drauma eins nákvæmlega niður eins og þú manst, lýsa vel bæði atburðarás, líðan, litum og umhverfi. Merking draums getur snúist við með einu smáatriði sem fólki finnst kannski ekki að skipti máli í draumi, því er svo mikilvægt að vera nákvæmur þegar þú skrifar drauminn niður. Best er að skrifa drauminn strax þegar hann er ferskur í minni, gott er að hafa bók eða blað við rúmið. Ef þú hefur ekki tíma til að skrifa drauminn um leið og þú vaknar er gott að punkta hjá sér atriði úr draumnum og gefa þér svo tíma þegar róast hjá þér. Kyrra þá hugann og leyfa draumnum að koma til baka, það er ótrúlegt hvað hægt er að muna úr draumnum ef við gefum okkur tíma til að rifja upp og skrifa hann niður.


Draumar geta verið dásamlegt ferðalag sem yljar okkur í hversdagsleikanum. Það er hægt að flokka drauma niður, okkur dreymir drauma sem segja okkur hvað er að fara að gerast, viðvörun, leiðsögn og martraðir. Það er gaman fylgjast með draumum okkar og gott að skoða draumana seinna og skilja samhengið. Þegar ég verð veik, dreymir mig oftast á undan ég get þá hægt á mér og ég veit þá við hverju ég má búast, það er ómetanlegt fyrir mig. 


Mig dreymir ekki berdreymi en þeim sem gera það getur oft dreymt berdreymi. Berdreymi er þegar fólk dreymir um óorðna hluti, stundum mjög nákvæma. Ég heyrði af einni sem dreymdi fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli eins og það gerðist. 


Nöfn í draumum geta skipt máli sérstaklega þegar okkur dreymir fólk sem við hittum sjaldan eða jafnvel ókunnuga en þegar við erum að dreyma þá sem eru í lífi okkar, þá á ég við fjölskyldu, vini og þá sem við hittum reglulega þurfa nöfn ekki að skipta máli. En það er stundum þannig að nafn getur haft einhverja sérstöðu fyrir þig, ég ætla að gefa dæmi: Nafnið Helgi er talið mjög gott í draumi. Ef einni konu sem ég þekki dreymir Helga er það vísun á veikindi, hún liggur alltaf í rúmi, ef Helgi er í dyragættinni er bara um flensu að ræða en því nær sem hann kemur rúminu er um erfiðari veikindi að ræða. Eitt sinn settist hann á rúmið og þá komu upp mjög alvarleg veikindi.

Stundum dreymir mig fallega drauma og vakna upp úr þeim eldsnemma morguns. Ég næ oftast að sofna aftur ákveðin í að halda áfram með drauminn og klára hann og  það tekst oftast, merkilegt nokk.

Eitt sinn hafði kona samband við mig og sagði að sér hafi lengi dreymt dalinn sem hún bjó í til 7 ára aldurs. Í draumum erum við oft á sama stað og finnst að við dreymum svipaða hluti en þar geta smáatriðin skipt máli. Okkur dreymir sjaldnast nákvæmlega eins drauma nema um martraðir sé að ræða, þó eru dæmi um að fólk dreymi sama drauminn í 2-3 skipti og þegar það gerist á fólk að taka vel eftir því það er verð að koma mikilvægum skilaboðum til þess. Þegar okkur er að dreyma gamla daga eins og þessum dreymanda, ættum við að taka sérstaklega vel eftir, það eru oftast um persónuleg skilaboð að ræða frekar en að það snúist um vinnu, vini eða þjóðfélagið.