Spámiðlun

Ég býð upp á einkatíma þar sem fólk kemur á vinnustaðinn minn, eins spái ég í gegnum síma eða Skype. Ég býð einnig upp á stutta spá fyrir hópa í heimahúsum og fyrirtækjum.
Ég legg áherslu á að skoða nútíð og framtíð, leitast við að finna út hæfileika og styrkleika hvers og eins, og hvernig best er að nýta þá. Ég leiðbeini fólki með orku þess og heilsu, hvort rétti tíminn sér til að framkvæma eða breyta um vinnu. Ástarmál, vinna, fjármál, fjölskylda og framtíð barna eru skoðuð svo dæmi séu tekin. Við vinnu mína nota ég kristalskúlu og blóma-, sígauna- og zenspil.

 

Skyggnilýsingar

Ég býð hópum upp á skyggnilýsingu. Ég kem í heimahús, fer á vinnustaði og einnig hef ég aðstöðu á vinnustað mínum. 

 

Heilun með börnum

Þegar ég vinn með börnum notast ég við kristalla og kem með skilaboð frá ljósverum. Ég leitast við að tengja börnin við verndarengilinn sinn sem getur hjálpað þeim að finnast þau öruggari. Einnig kenni þeim slökunaræfingar og/eða hugleiðslu og kem með skilaboð frá mínum leiðbeinendum. 

Ég hef unnið með börnum sem eru hrædd/kvíðin, eiga erfitt með einbeitingu eða félagslega og næmum börnum.

 

Spilin mín

Spilin sem ég nota eru sígauna-, blóma- og tarot-zen spil. Þetta eru mjög ólík spil, enda sé ég misjafnt í þeim.

  • Blómaspilin segja mér hvernig persónan er sem ég er að spá fyrir, hvaða hæfileika hún hefur og áhugamál.
  • Zen-spilin segja mér hvernig manneskjunni líður í nútíð og framtíð.
  • Sígaunaspilin segja mér „allt“ um fjölskyldu, vinnu og ástarmál.

Ég nota kristalskúluna mína til að magna upp sýnir og túlka spilin dýpra. Hún hjálpar mér t.d. að sjá fólkið í lífi þess sem ég er að spá fyrir.