Ég fæ oft spurninguna, er ég nógu næm/ur til að fara í þróunarhóp?
Það geta allir lært að auka næmni og virkjað innsæið. Að hafa virkt innsæi og að hlusta á það, hjálpar okkur í hverju því sem við tökum okkur fyrir í lífinu.


Ég legg áherslu á að mynda traust og að allir geti tjáð sig. Vinnan þarf að vera uppbyggileg og jákvæð. Ég fæ stundum að heyra; ég get ekki treyst öðrum... Traust kemur með því að læra að treysta sjálfum sér og það ætlum við að vinna með.

 • Við förum í hugleiðslu
 • Lærum að vernda okkur, hjúpa og jarðtengja og minnka áreiti
 • Lærum að hlusta á innsæið og treysta því
 • Auka næmni okkar
 • Lærum að láta okkur líða betur/vel
 • Lærum um orkustöðvarnar
 • Læra að setja sjálfum okkur og öðrum mörk
 • Byggjum upp öryggi og bætum samskipti við aðra
 • Við leikum okkur með spil, bæði spáspil og englaspil og kíkjum í bolla
 • Lærum hvernig við getum notað orkuseina okkur til ánægju og gagns
 • Rýnum í drauma og lærum að hlusta á draumana okkar

Í framhaldshóp er farið dýpra, þar tengjum við okkur við leiðbeinendur, lærum heilun, miðlun, spá og fleirra. 

Þróunarhópar eru komnir í frí yfir sumarið. Ég mun bjóða upp á þróunarhópa haustið 2017.