Hugleiðsla - tenging við erkiengla

Erkienglar gefa mikla vernd og heilun. Með því að tengjast erkiengli styrkir þú sjálfið þitt, nýtur betur verndar og leiðsagnar hans.

Hugleiðsla gagnast öllum, er áhrifarík gegn streitu og eykur einbeitingu og vellíðan.

Hugleiðslunámskeiðin eru í lokuðum hópi (aðeins 10 manns), hist er einu sinni í viku, tekur um rúman klukkutíma í senn. Ég mun fræða nemendur um erkiengla, tökum einn fyrir í einu og tengjumst honum og orku hans í hugleiðslunni.

Ég byrjaði með þetta námskeið haustið 2015 og hefur þetta námskeið verið það allra besta hugleiðslunámskeið sem ég hef haldið. Það er auðvelt að sækja orku englana og nýta sér hana til góðra verka.

Hugleiðslan er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.