Spilin sem ég nota eru sígauna-, blóma- og tarot-zen spil. Þetta eru mjög ólík spil, enda sé ég misjafnt í þeim.


  • Blómaspilin segja mér hvernig persónan er sem ég er að spá fyrir, hvaða hæfileika hún hefur og áhugamál.
  • Zen-spilin segja mér hvernig manneskjunni líður í nútíð og framtíð.
  • Sígaunaspilin segja mér „allt“ um fjölskyldu, vinnu og ástarmál.

Ég nota kristalskúluna mína til að magna upp sýnir og túlka spilin dýpra. Hún hjálpar mér t.d. að sjá fólkið í lífi þess sem ég er að spá fyrir.