Hópastarf komið í sumarfrí

Nú hef ég lokið vetrarstarfinu fyrir hópastarfið og námskeiðin, mun í sumar bjóða upp á einkatíma, heilun og skyggnilýsingar. 
Ég er nú þegar farin að huga að haustinu og er með margar spennandi hugmydir. Ég mun t.d. bjóða upp á þróunarhópa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ég mun auðvitað halda áfram með hugleiðsluhópa um erkienglana sem ég hef fengið mikið hrós fyrir.