Ég er flutt í Hveragerði sjá meira...

Ég er flutt í sveitasæluna í Hveragerði. Ég hef átt mér þann draum að flytja úr borgarstressinu í mörg ár og loksins rættist sá draumur. Ég er búin að koma mér vel fyrir í litlu raðhúsi og hef góða aðstöðu til að taka á móti fólki. Ég er að byrja að vinna eftir stóra aðgerð en byrja hægt meðan ég er að ná mér betur. Ég bið ykkur því að vera þolinmóð meðan ég vinn biðlistann niður. Gleðilegt ár, ég vona að þú eigir gott og gefandi ár framundan.